Skilmálar

Eigandi Vefsida.is er Unlimedia ehf. sem ásamt er rekstraraðili kerfisins.

Notendur Vefsida.is bera ábyrgð á öllu því innihaldi sem þeir setja inn og ber þeim að fylgja almennum reglum hvað það varðar. Unlimedia ehf. tekur ekki ábyrgð á því innihaldi sem áskrifendur setja inn né nokkurs konar tjóni sem sem notandi eða aðrir kunna að valda.

Brot á reglum um höfundarrétt eða óheimila myndbirtingu getur varðað við lög og ef slík tilfelli koma upp áskilur Unlimedia ehf. sér þann rétt að láta yfirvöldum í té allar upplýsingar um notandann.

Innheimta mánaðargjalda hefst við upphaf áskrifta að 14 daga prufutíma liðnum, er þá sendur greiðsluseðill á áskrifanda hafi hann ekki sagt upp þjónustu innan 14 daga prufutíma.

Gagnagrunnur og vefsetur er vistað á vefþjónum Unlimedia ehf á Íslandi.

Unlimedia ehf. afhentir ekki þriðja aðila persónulegar upplýsingar um notanda undir neinum kringumstæðum, nema ef um brot á höfundarrétti er að ræða.

Brot á skilmálunum getur valdið lokun á aðgangi án nokkurs fyrirvara.

Samningurinn er ekki uppsegjanlegur fyrstu 3 mánuðina frá upphaf áskriftar og framlengist ótímabundið með þriggja mánaða uppsagnarfresti nema honum hafi áður verið sagt upp með þeim fresti. Uppsögn skal fara fram á stjórnborði viðskiptavinar.

Öll virkni umfram venjulegt HTML (þ.e. til dæmis en ekki einskorðað við Javascript, Vbscript, SQL, og Com) er eign Unlimedia ehf. og er verkkaupa óheimilt að selja, leigja eða afhenda þriðja aðila þessa virkni hvort sem er í hluta eða heilu lagi, nema að fengnu skriflegu leyfi Unlimedia ehf ehf.

Staðlað útlit vefsins og eða valfrjálsir sniðmátar eru eign Unlimedia ehf nema um sé að ræða sérhannað útlit.

Unlimedia ehf ber ekki ábyrgð á töfum, skaða, niðritíma eða svartíma undir því sem almennt er gerð krafa til, sem verður vegna rangrar notkunar hugbúnaðar eða ef einhver annar en starfsfólk Unlimedia ehf á við kerfið eða uppsetningu þess.

Ekki má notast við hugbúnað frá þriðja aðila til innsetningar á vörum, eða öðru efni í vefverslun notanda. Við slíka notkun afsalar kaupandi sér skilmálum þessum, og gæti orðið til þess að vefverslun áskrifanda sé lokað tafarlaust og án frekari viðvarana.

Unlimedia ehf. ber enga ábyrgð á gæðum eða nothæfni vélbúnaðar, gagna eða efnis sem verkkaupi leggur til né á afleiddu tjóni eða hagnaðarmissi.

Bætur sem Unlimedia ehf. kann að þurfa að greiða vegna ábyrgðar geta aldrei orðið hærri en nemur þeirri upphæð sem verkkaupi greiðir í stofnkostnað og ársleigu á vefverslunarkerfi.

Kostnaðarliðir byggja á núverandi gjaldskrá Unlimedia ehf. frá 1. janúar 2012 og fylgja árlegum breytingum á verðskrá til samræmis við almenna hækkun á launum og verðlagi í landinu, næst 1. janúar 2016.

Allar óskir um breytingar frá samningi eða óskir um aukaverk þurfa að berast skriflega (fax eða tölvupóstur) frá tengilið. Má Unlimedia ehf. engin aukaverk vinna nema samkvæmt skriflegum fyrirmælum. Verkkaupi ber kostnað af breytingum sem framkvæma þarf eftir afhendingu og ekki eru innifaldar í áskriftarleiðum.

Samningsaðilar geta óskað endurskoðunar á samningi þessum eða hluta hans á samningstímanum.

Tilboð/samningur þessi og skjöl er tengjast eru trúnaðarmál. Aðilar skulu jafnframt virða sem trúnaðarmál allar upplýsingar sem þeir kunna að öðlast í samstarfinu um viðskiptamenn og viðskiptahætti gagnaðila.

Unlimedia ehf. áskilur sér rétt til þess að uppfæra þessa skilmála fyrirvaralaust.

Með því að kaupa áskrift á Vefsida.is samþykkir kaupandi þessa skilmála.