Við unnum að hönnun og þróun nýrrar heimasíðu fyrir Carpark, fyrirtæki sem sérhæfir sig í skammtímastæðum við Keflavíkurflugvöll. Vefsíðan var hönnuð til að veita notendum auðvelt aðgengi að upplýsingum um bílastæði, verð, og bókunarmöguleika.
Lögð var áhersla á einfalt bókunarkerfi sem gerir viðskiptavinum kleift að tryggja sér bílastæði með nokkrum smellum.
Okkar hlutverk
Hönnun og þróun nýrrar heimasíðu með notendavænu og straumlínulagaðri upplifun.
Uppsetning og sérforritun á einföldu bókunarkerfi fyrir bílastæði.
Tæknileg þróun með WordPress vefumsjónarkerfi.
Leitarvélabestun (SEO) til að bæta sýnileika Carpark á leitarvélum.
Viðhald og hýsing til að tryggja áreiðanleika og öryggi vefsins.