Fyrir Dufland, heildsölu sem sérhæfir sig í nikótínvörum, vínum, sælgæti og brúnkuvörum, unnum við að hönnun og þróun nýrrar heimasíðu.
Markmið síðunnar var að auðvelda fyrirtækjum að versla með vörurnar í gegnum sérhæft kerfi, sem er sérstaklega aðlagað heildsölum. Vefsíðan var hönnuð með áherslu á einfaldleika í notkun fyrir fyrirtæki sem vilja panta vörur á skilvirkan hátt í gegnum sérsniðið netverslunarkerfi.
Okkar hlutverk
Hönnun og þróun heimasíðu með sérhæfðu kerfi fyrir heildsöluviðskipti.
Notendavæn lausn sem gerir fyrirtækjum kleift að versla með vörur á einfaldan hátt.
Tæknileg þróun með WordPress og sérsniðnu kerfi til að mæta þörfum heildsölufyrirtækja.
Leitarvélabestun (SEO) til að auka sýnileika Dufland á leitarvélum.
Viðhald og hýsing til að tryggja stöðugan rekstur og öryggi vefsins.