Fyrir Gorilla Vöruhús unnum við að hönnun og uppsetningu nýrrar heimasíðu sem einblínir á að veita notendum skýrar upplýsingar um þjónustuframboð og auðvelt aðgengi að upplýsingum um vöruhúsþjónustu þeirra.
Síðan var hönnuð með notendavænt viðmót og einfalt flæði, svo viðskiptavinir geti auðveldlega átt í samskiptum og fundið réttu þjónustulausnirnar.
Okkar hlutverk
Hönnun og þróun á sérsniðnu viðmóti fyrir vefsíðu Gorilla Vöruhús.
Notendavænt skipulag til að tryggja greiðan aðgang að upplýsingum.
Tæknileg uppsetning á WordPress vefumsjónarkerfi.
Leitarvélabestun (SEO) til að hámarka sýnileika fyrirtækisins á netinu.
Viðhald og hýsing til að tryggja hámarks öryggi og frammistöðu.