Fyrir Hjallastefnuna unnum við að hönnun og þróun nýrrar heimasíðu sem endurspeglar sérstöðu þeirra í uppeldisfræðum og skólastarfi. Hjallastefnan er vel þekkt fyrir að bjóða upp á einstaklingsmiðaða og jafnréttismiðaða námskrá sem leggur áherslu á félagsfærni, sjálfstæði og sjálfsaga.
Markmið síðunnar var að veita foreldrum, kennurum og nemendum einfaldan aðgang að upplýsingum um skólastarf, kennsluhætti og stefnu.
Okkar hlutverk
Hönnun og þróun á notendavænni heimasíðu með áherslu á kynningu á uppeldisfræðum og skólastarfi Hjallastefnunnar.
Uppsetning á kerfi fyrir upplýsingar um skólastarf og viðburði.
Tæknileg þróun með WordPress vefumsjónarkerfi.
Leitarvélabestun (SEO) til að bæta sýnileika Hjallastefnunnar á leitarvélum.
Viðhald og hýsing til að tryggja öryggi og áreiðanleika vefsins.