Við þróuðum nýja heimasíðu fyrir Icegroup, sem er leiðandi fyrirtæki á sviði sjávarútvegs og fiskafurða frá Íslandi og Noregi. Með sögulegar rætur allt til ársins 1997, veitir Icegroup hágæða sjávarafurðir til viðskiptavina á alþjóðamarkaði.
Markmið vefsíðunnar er að sýna fram á gæði vöruframboðsins og bjóða upp á notendavænt viðmót fyrir bæði núverandi og nýja viðskiptavini.
Okkar hlutverk
Hönnun og þróun á faglegri og notendavænni heimasíðu með áherslu á kynningu á fiskafurðum.
Tæknileg uppsetning með WordPress vefumsjónarkerfi.
Leitarvélabestun (SEO) til að hámarka sýnileika Icegroup á leitarvélum.
Viðhald og hýsing vefsins til að tryggja öruggan og stöðugan rekstur.