Í stuttu máli snýst leitarvélabestun um sýnileika í almennum leitarniðurstöðum á t.d. Google (e. Organic Search) og að tryggja að vefsíða fyrirtækisins birtist eins ofarlega og kostur er. Upphaf netviðskipta má í flestum tilfella rekja til þess að varan eða þjónustan fannst á leitarvvélinni Google.
Það skiptir öllu máli að réttu leitarorðin finnist á helstu leitarvélum. Við nýtum okkur öflug verkfæri ásamt sérhæfðum forritum við markvissa greiningarvinnu á helstu leitarorðum og orðasamböndum sem tengjast þínu fyrirtæki eða þjónustu.
Á öllum helstu leitarvélum skiptir innhald og framsetning texta á vefsíðunni mjög miklu máli, við aðstoðum við að skrifa og/eða endurskrifa textann á þínum vef með réttu leitarorðin í huga. Þannig náum við mjög góðum árangri á leitarvélum.
Við vinnum með öllum helstu leitarvélum veraldarvefsins til að tryggja þinn árangur.