Fréttir, Tilkynningar

Information

„Það virðist vanta upp á þekk­ingu hjá selj­end­um á þeim regl­um sem snúa að rétti neyt­enda til að hætta við kaup,“ seg­ir Matt­hild­ur Sveins­dótt­ir, sér­fræðing­ur hjá Neyt­enda­stofu.

Neyt­enda­stofa hef­ur gert fimm versl­un­um að gera úr­bæt­ur á vefsíðum sín­um inn­an tveggja vikna. Ef versl­an­irn­ar verða ekki við til­mæl­um Neyt­enda­stofu verða lagðar 20 þúsund króna dag­sekt­ir á þær þar til úr­bæt­ur verða gerðar. Um­rædd­ar versl­an­ir eru Úng­frú­in góða, Herrafata­versl­un Kor­máks & Skjald­ar, Penn­inn, Skór.is og Húrra Reykja­vík.

Þess­ar aðgerðir Neyt­enda­stofu eru afrakst­ur sam­ræmdr­ar skoðunar Evr­ópu­sam­bands­ins á vefsíðum versl­ana sem selja fatnað, hús­gögn eða raf­tæki. Skoðun þessi er fram­kvæmd á hverju ári en mis­jafnt er hvers kon­ar versl­an­ir eru skoðaðar hverju sinn, að því er fram kem­ur í Morg­un­blaðinu i dag.

Grein af mbl.is

hafsteinn