fbpx

Netverslun í WordPress

Netverslun í WordPress

Afhverju WooCommerce?

WooCommerce er opinn netverslunar hugbúnaður, fullkomlega sérhannaður vettvangur fyrir frumkvöðla um allan heim sérsniðin að WordPress vefumsjónarkerfinu. Farðu út fyrir takmarkanir hefðbundinna rafrænna viðskiptalausna og takmarkaðu aðeins við þitt eigið ímyndunarafl.

Stuðningur við greiðslumiðlara og bókhaldskerfi

WordPress og WooCommerce styðja við fjöldan allan af greiðslu- miðlurum & gáttum ásamt bókhaldskerfum.

Hægt er að fá fjöldan allan af fríum viðbótum en einnig er hægt að fá kostaðar viðbætur eða sérhannaðar og að sjálfsögðu aðlögum við allt að þínum þörfum.

Hægt er að tengja WooCommerce við alla helstu greiðslumðilara eins og Borgun, Valitor, Rapyd, PayPal, SaltPay osfr.

Við aðstoðum þig að tengjast bókhaldskerfinu. Viðbætur og forritun í boði fyrir DK bókhald, PayDay og Reglu bókhaldskerfi svo eitthvað sé nefnt.

Ef það vill svo til að viðbótum sé ekki til þá einfaldlega smíðum við hana fyrir þig gegn vægu gjaldi. Hafðu samband og fáðu tilboð.

Hægt er að fá fjöldan allan af fríum eða kostuðum útlitum og sniðmátum sem við aðlögum svo að þínum þörfum.

Auðvelt er að nálgast og skoða frí vefútlit fyrir WordPress vefumsjónarkerfið sem við getum svo aðlagað að þínum þörfum. Hægt er að skoða úrvalið með því að smella hér.

Hægt er að velja úr fjölda útlita sem algengt er að kosti á bilinu 10.000 til 25.000 krónur, við breytum svo útlitinu og aðlögum að þínum þörfum.

Ef þú vilt að vefurinn þinni standi úr og enginn svo gott sem svipi til hans þá getur þú farið í að láta okkur sérhanna útlit sem mætir þörfum þíns fyrirtækis.