fbpx

Viðskiptavinur

Könnuður ehf.

Heimasíða

outcomekannanir.is

Verklýsing

Stöðluð vefsíða sérsniðun að þörfum Outcome.

Fyrirtækið Könnuður var stofnað af Þórði Höskuldssyni og Erlu Magnúsdóttur árið 2014 til að þróa og selja hugbúnað til kannanagerðar og kannanakerfið er í dag eini hugbúnaðurinn af þeirri gerð sem byggir á íslensku hugviti og tekur sérstaklega mið af þörfum samfélags og atvinnulífs.

Fyrirtækið leggur til bæði tækni og þekkingu í rafrænni kannanagerð, rafrænum atkvæðagreiðslum og annarri upplýsingaöflun í gegnum netið.

Starfsfólk félagsins hefur viðamikla reynslu á þessu sviði. Öll þróun kerfa og framkvæmd verkefna tekur mið af þörfum íslensks samfélags. Áhersla er lögð á góða þjónustu og jákvæð samskipti við viðskiptavini á sama tíma og virðing er borin fyrir frelsi og rétti til einkalífs.

Kannanir, atkvæðagreiðslur og aðrar lausnir eru byggðar á eigin hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins og þannig er hægt að mæta óskum og þörfum viðskiptavina og jafnvel þróað lausnir með einstökum viðskiptavinum.

Sveigjanleiki, traust og heiðarleiki eru grunnstoðir starfsemi Könnuðar