Viðskiptavinur
Heimasíða
Verklýsing
Fyrirtækið Könnuður var stofnað af Þórði Höskuldssyni og Erlu Magnúsdóttur árið 2014 til að þróa og selja hugbúnað til kannanagerðar og kannanakerfið er í dag eini hugbúnaðurinn af þeirri gerð sem byggir á íslensku hugviti og tekur sérstaklega mið af þörfum samfélags og atvinnulífs.
Fyrirtækið leggur til bæði tækni og þekkingu í rafrænni kannanagerð, rafrænum atkvæðagreiðslum og annarri upplýsingaöflun í gegnum netið.
Starfsfólk félagsins hefur viðamikla reynslu á þessu sviði. Öll þróun kerfa og framkvæmd verkefna tekur mið af þörfum íslensks samfélags. Áhersla er lögð á góða þjónustu og jákvæð samskipti við viðskiptavini á sama tíma og virðing er borin fyrir frelsi og rétti til einkalífs.
Kannanir, atkvæðagreiðslur og aðrar lausnir eru byggðar á eigin hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins og þannig er hægt að mæta óskum og þörfum viðskiptavina og jafnvel þróað lausnir með einstökum viðskiptavinum.
Sveigjanleiki, traust og heiðarleiki eru grunnstoðir starfsemi Könnuðar
Höfundaréttur © 2023 Novamedia ehf.