Stofan

Við sérhæfum okkur í að þróa stafrænar lausnir sem hjálpa fyrirtækjum að ná betri árangri á netinu. Með yfir 16 ára reynslu bjóðum við upp á sérsniðna þjónustu sem er byggð á traustri þekkingu og sköpunargleði.

Vefsíða hefur verið leiðandi í þróun stafrænna lausna síðan 2006, með það að markmiði að hjálpa fyrirtækjum að bæta sýnileika sinn á netinu. Við erum lítið en kraftmikið teymi með yfirgripsmikla reynslu á okkar sviðum, þar sem sköpunargleðin og nýsköpunin ræður ríkjum í öllu sem við gerum.

 

Lengst af höfðum við aðsetur á Suðurlandsbraut 16 í Reykjavík, en árið 2020 tókum við stefnumarkandi ákvörðun eftir að hafa upplifað aukna framleiðni og betri árangur í fjarvinnu á tímum Covid. Í dag eru höfuðstöðvar okkar dreifðar um heiminn, með starfsstöðvar í Reykjavík, Kaupmannahöfn og Barcelona.

Við sérhæfum okkur nú í notkun gervigreindar til að hámarka afköst og nýsköpun í stafrænum lausnum okkar. Gervigreindin hjálpar okkur að veita viðskiptavinum okkar snjallar, sjálfvirkar lausnir sem bæta bæði notendaupplifun og rekstur. Þessi nýi vinnumáti hefur gert okkur kleift að lækka rekstrarkostnað og bjóða hágæða sérfræðiþjónustu á hagstæðari kjörum.

 

Með okkar lausnum, sem nýta sér nýjustu tækni gervigreindar, færðu faglega, sveigjanlega þjónustu sem er alltaf í takt við þróun á markaði. Við erum til taks allan sólarhringinn og vinnum stöðugt að því að innleiða nýjar leiðir til að auka sýnileika þinn á netinu.

STOFNÁR
0
VEFIR Í LOFTIÐ
0 +
VIÐSKIPTAVINIR
+
ÁRA STARFSREYNSLA
0 +
Back to top