Allt sem þú þarft til að opna fallega og vandaða vefsíðu eða netverslun.
WordPress er ókeypis og opinn hugbúnaður. Það þýðir að öllum er frjálst að nota og breyta honum til að passa við þarfir sínar og búa til hvers konar vefsíður.
Óteljandi viðbætur og útlit er hægt að fá fyrir kerfið sem gerir það að verkum að afar hagkvæmt er fyrir fyrirtæki að setja upp síður í WordPress.
WordPress er eitt vinsælasta vefumsjónarkerfið í heimi og er með yfir 35% markaðshlutdeild, notendur WordPress eru allt frá bloggurum til stærstu fréttamiðla heims.
WordPress er skrifað í hágæða kóða og merkingartækni sem gerir það að verkum að leitarvélar eins og Google hreint út sagt elska WordPress.
WordPress kemur með innbyggt stjórnunarkerfi fyrir uppfærslur. Þetta gerir þér kleift að uppfæra viðbætur og þemu innan stjórnborðs WordPress.
WordPress er þróað með öryggi í huga og það er talið vera mjög öruggur vettvangur til að reka vefsíðu eða netverslun.
Hægt er að velja á milli hundruði útlita, við aðstoðum þig að velja rétt útlit hvort sem um er að ræða kostuð eða frí sem við svo aðlögum að þínum þörfum.
Við aðstoðum þig við að finna réttu viðbæturnar fyrir þinn rekstur og aðlaga að þínum þörfum, hvort sem um er að ræða fyrir netverslun, bókunarkerfi eða annað.
WordPress vefumsjónarkerfið er afar snjalltækjavænt ásamt flestum viðbótum og því getur þú verið örugg/ur um að vefurinn þinn sjáist á öllum tækjum.
Byggðu þína netverlun á opnu, fríu og sérhönnuðu netverslunarkerfi fyrir WordPress sem við svo aðlögum að þínum þörfum. Nánar um Woocommerce
WordPress styður fjölda tungumála og er einfalt að þýða yfir á önnur tungumál. Þannig getur þú verið með vefinn þinn eða netverslun á mörgum tungumálum.
Hjá okkur sjáum við um að halda þinni vefsíðu eða netverslun við og uppfæra vefumsjónarkerfið ásamt viðbótum í hverjum mánuði.
Hægt er að fá fjöldan allan af fríum viðbótum en einnig er hægt að fá kostaðar viðbætur eða sérhannaðar og að sjálfsögðu aðlögum við allt að þínum þörfum.
Auðvelt er að nálgast fríar viðbætur fyrir WordPress vefumsjónarkerfið. Hægt er að skoða úrvalið með því að smella hér.
Fjöldi aðila og fyrirtækja hanna og forrita tilbúnar viðbætur sem oftast nær eru á mjög hagstæðu verði, við aðstoðum þig við að finna og innleiða kostaðar viðbætur í vefinn þinn.
Ef það vill svo til að viðbótum sé ekki til þá einfaldlega smíðum við hana fyrir þig gegn vægu gjaldi. Hafðu samband og fáðu tilboð.
Hægt er að fá fjöldan allan af fríum eða kostuðum útlitum og sniðmátum sem við aðlögum svo að þínum þörfum.
Auðvelt er að nálgast og skoða frí vefútlit fyrir WordPress vefumsjónarkerfið sem við getum svo aðlagað að þínum þörfum. Hægt er að skoða úrvalið með því að smella hér.
Hægt er að velja úr fjölda útlita sem algengt er að kosti á bilinu 10.000 til 25.000 krónur, við breytum svo útlitinu og aðlögum að þínum þörfum.
Ef þú vilt að vefurinn þinni standi úr og enginn svo gott sem svipi til hans þá getur þú farið í að láta okkur sérhanna útlit sem mætir þörfum þíns fyrirtækis. Algengt er að slík hönnun kosti á bilinu 300.000 til 600.000 kr. Hafðu samband við okkur og fáðu tilboð.