Viðskiptaskilmálar

Almennir skilmálar um þjónustu

Allri þjónustu sem veitt er af Novamedia ehf. fylgja eftirfarandi skilmálar. Með því að nýta þjónustu okkar samþykkir þú þessa skilmála og skuldbindur þig til að fylgja þeim.

Tímagjald og þjónustusamningar

Allri þjónustu sem veitt er af Novamedia ehf. er reiknað eftir tímagjaldi, nema annað sé samið um. Tímagjaldið okkar er 14.950 kr. á klukkustund (án vsk). Afsláttur af tímagjaldi er veittur samkvæmt þeim þjónustusamningi sem viðkomandi fyrirtæki er skráð í. Verð á þjónustusamningum er í samræmi við gildandi verðskrá.

Öll viðbótarverk sem ekki eru hluti af upphaflegum samningi eru rukkuð í samræmi við tímaskýrslu.

Kaup á ljósmyndum eða „stock“ efni eru ekki innifalin í verðáætlun nema sérstaklega sé tekið fram.

Reikningar og greiðslur

Við sendum kröfur í fyrirtækja- eða heimabanka viðskiptavina. Eindagi er almennt settur 7-10 dögum frá útgáfudegi reiknings. Viðskiptavinir bera ábyrgð á að greiða kröfur innan eindaga. Vanskil eða seinkun á greiðslu geta leitt til viðbótarálagningar.

Verklok teljast þegar vefsetrið er tilbúið til efnisinnsetningar, og innheimta mánaðargjalda hefst við verklok. Mánaðargjöld eru greidd fyrirfram.

Við áskiljum okkur rétt til að stöðva þjónustu tímabundið ef ekki hefur verið greitt fyrir veitta þjónustu innan eindaga.

Uppsagnir og uppsagnafrestur

Allir þjónustusamningar sem gerðir eru við Novamedia ehf. hafa lágmarks uppsagnarfrest upp á 3 mánuði. Uppsagnafrestur gildir ekki fyrstu 12 mánuði frá undirritun samnings og þjónustusamningur er þar með óuppsegjanlegur á því tímabili. Að loknum þessum 12 mánuðum geta báðir aðilar sagt upp þjónustusamningi með 3 mánaða fyrirvara. Uppsögn skal vera skrifleg og miðast við mánaðarmót.

Ef viðskiptavinur óskar eftir uppsögn samnings eða þjónustu áður en 12 mánuðir eru liðnir, er samningurinn áfram í gildi þar til 12 mánaða tímabilið er lokið.

Trúnaður

Samningur þessi og tengd skjöl eru trúnaðarmál. Aðilar skulu virða sem trúnaðarmál allar upplýsingar sem þeir kunna að öðlast í samstarfinu um viðskiptavini, viðskiptahætti eða önnur viðkvæm gögn gagnaðila.

Skilmálar varðandi hýsingar og virkni

Gagnagrunnur og vefsetur verður vistað á vefþjónum Novamedia ehf. Öll virkni umfram venjulega virkni er eign Novamedia ehf., og er verkkaupa óheimilt að selja, leigja eða afhenda þessa virkni þriðja aðila án skriflegs leyfis.

Útlit vefsins er eign verkkaupa og honum er heimilt að nýta það í önnur kynningarefni eða auglýsingar. Hins vegar gildir um það sæmdarréttur, líkt og um önnur hugverk.

Takmarkanir á ábyrgð

Novamedia ehf. ber ekki ábyrgð á töfum, skaða, niðritíma eða svartíma sem verður vegna rangrar notkunar hugbúnaðar eða inngripa frá aðilum öðrum en starfsmönnum Novamedia. Novamedia ehf. ber enga ábyrgð á gæðum eða nothæfni vélbúnaðar, gagna eða efnis sem verkkaupi leggur til né á afleiddu tjóni eða hagnaðarmissi.

Bætur sem Novamedia ehf. kann að þurfa að greiða vegna ábyrgðar geta aldrei orðið hærri en nemur þeirri upphæð sem verkkaupi greiðir í stofnkostnað og ársleigu.

Breytingar á skilmálum

Við hjá Novamedia ehf. áskiljum okkur rétt til að uppfæra eða breyta þessum skilmálum. Allar breytingar verða tilkynntar viðskiptavinum með a.m.k. 30 daga fyrirvara.

Hafðu samband

Ef þú hefur einhverjar spurningar varðandi þessa skilmála eða hvernig þeir hafa áhrif á þína þjónustu, vinsamlegast hafðu samband við okkur í gegnum tölvupóst á [email protected] eða hringdu í síma 537 7990. Opið er frá 10:00 til 17:30 alla virka daga.

Back to top